MOTTUMARS OG SFSI

22. FEBRÚAR 2016.  ÁRNI RÚNAR ÁRNASON

SFSI styður Mottumars heilshugar.  Með Mottumars er lögð áhersla á vakningu á krabbameini í blöðruhálskirtli.  Líkur á slíku krabbameini aukast hjá karlmönnum eftir  50 ára aldur.  Til að ná sem best til þessa hóps hefur SFSI í samstarfið Krabbameinsfélag Íslands komið á fót herferð þar sem plastað fræðsluefni verður látið liggja við heita potta í sundlaugum landsins.  Framtakinu er ætlað að skapa umræður og vakningar.   Að auki mun Krabbameinsfélagið útbúa límmiða sem líma má inn í pissuskálar, flísar við sturtur eða spegla.  Límmiðar þessir skilja ekki eftir sig lím og auðvelt að fjarlægja eftir átakið.  Við vonum að sem flestir sundstaðir takið þátt og leggi þessu verðuga málefni lið.

 

Til að nálgast efni til þátttöku má senda póst á kolbrun@krabb.is og gefa upp nafn tengiliðs og sundstaðar með heimilisfangi og þið fáið fræðslu- og kynningarefnið sent til ykkar.

ÓLAFSFJÖRÐUR Í 70 ÁR

2. OKTÓBER 2015.  HAFLIÐI HALLDÓRSSON

Í sumar fór ég í sundlaugina á Ólafsfirði.  Þar rak sá ég myndir sem hengdar höfðu verið upp á vegg ásamt blaðaumjföllun sem átti sér stað þegar laugin var vígð 1945.  Mér þótti mikið til koma að lesa um frumkvöðla í íþróttastarfi á Ólafsfirði.

 

Laugin, sem er 25 metra steypt laug var upphaflega með búningsklefum sem sneru í norður.  Þar gátu sundgestir undirbúið sig fyrir sundið í hvernig veðrum sem var.  Á sundmótum gátu svo áhorfendur farið um stiga upp á þak búningsklefanna og fylgst með nánast úr stúku.

SFSI SÍMANÚMER

892 3431

SFSI SAMTÖK FORSTÖÐUMANNA SUNDSTAÐA Á ÍSLANDI

 

  • Stuðla að aukinni þekkingu meðal félagsmanna og starfsmanna sund og baðstaða s.s. með námskeiðum, fræðslufundum, útgáfustarfsemi, erlendum samskiptum og fleira er varðar alla rekstrarþætti sund og baðstaða.
  • Stuðla að auknu öryggi á sund og baðstöðum með þátttöku í mótun öryggisreglna og öflun upplýsinga um allt er varðar alla rekstrarþætti sund og baðstaða.
  • Stuðla að auknu samstarfi milli forstöðumanna og þeirra aðila, sem lögum og reglum samkvæmt, fara með ýmis mál er varða sund og baðstaði.

© 2015 SFSI.  ALLUR RÉTTUR ÁSKILINN

Vefvinnsla:  PROA 2015